Hlutverk "nýju" bankanna

Góðar óskir um heilladrjúgt og árangursríkt starf fyrir land og þjóð, fylgja nýrri ríksistjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. 

 Nú verðum við Íslendingar að minna okkur á grunnreglur um rekstur banka.  Það sem fyrst og fremst steypti bönkum hérlendis var það, að þeir höfðu ekki í heiðri það grundvallaratriði að bankar gera aðeins eitt: Lána peninga gegn vöxtum.....ekkert annað!

Fjárfestingaræðið, þ.e. að kaupa og selja hluti í fyrirtækjum og græðgin sem því fylgdi, var meinið sem að lokum varð til þess, að spilaborgin hrundi. M.a. keyptu bankarnir heilu blokkirnar á byggingarstigi, hækkuðu verð þeirra úr öllu hófi og lánuðu síðan fólki 100% fyrir þeim! Einnig voru hlutir keyptir í fyrirtækjum sem gátu náð skyndigróða, þau studd og fjármögnuð, en önnur fyrirtæki í samkeppni við þau sem bankarnir áttu, fengu ekki fyrirgreiðslu.  

Nú verður að tryggja að fjárfestingabrjálæði bankanna, með eignarhaldi og yfirtöku á "lífvænlegum fyrirtækjum" haldi ekki áfram, nú á vegum ríkisins. Menn virðast  ekki gera sér grein fyrir hættunni sem í þessu felst. Með þessu, fara bankarnir í samkeppni um eignarhald á fyrirtækjum. Bankarnir velja úr bestu bitana fyrir ríkið sem eignast svo fyrirtækin með eign hlutafjár í fyrirtækjunum, að hluta, eða öllu leiti. Þeir skekkja samkeppnishæfi á markaði, með því  að neita öðrum en eigin fyrirtækjum um eðlilega fyrirgreiðslu.

Hver getur keppt við ríkið um eignarhald fyrirtækja, ef bönkunum verður heimilt að fara þessa leið? Hvernig á fyrirtæki í eigu einstaklinga sem er í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnugrein í eigu ríkisbanka, að lifa? Þetta gengur aldrei upp.

Bankar eru fjármálastofnanir. Þeir lána peninga gegn vöxtum. Þeir sem fá lánað, eiga að njóta jafnréttis við mat á lánshæfi. Bankar eiga að meta eignir og rekstur fyrirtækja og lána fé til þeirra sem treyst er. Ekkert annað! 

Með innkomu banka/ríkisins sem hlutafjáreigenda á fyrirtækjamarkaði, skekkist leikurinn. Þau fyrirtæki sem bankarnir/ríkið eiga ekki í, verða undir, fá ekki rekstrarfé og fara á hausinn.       Eftir stendur fyrirtækið sem bankinn/ríkið á og hirðir verkefnin og fjármagnið.

Það verður því að tryggja, að "Nýju bankarnir" fari ekki út á þessa braut, þannig að þeir verði látnir ákveða hvaða íslensk fyrirtæki lifa og hver deyja.Það verður að koma í veg fyrir, að fyrirtæki og atvinnuvegir landsins, verði "þjóðnýttir" á þennan hátt.

Til þess þarf nýja lagasetningu á Alþingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sæll Magnús.

Það er frábært að sjá hvað þú ert nú vel gefinn, eins og þessi grein sýnir best.

Mikið fór úrskeiðis í fjármálum landsmanna og bankanna, en hve langt það gat gengið án þess að hlutaðeigandi aðilar (DO) gripi inn í er nokkuð sem ég get ekki skilið.

Það er bara þannig.

Jón Halldór Guðmundsson, 2.2.2009 kl. 21:04

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Lána peninga með vöxtum (hve háir þeir verða fer eftir ýmsu, les evru) og selja eignir sem þeir þurfa að yfirtaka í hruninu. Hvernig á að standa að því?

Jón Halldór Guðmundsson, 2.2.2009 kl. 21:06

3 Smámynd: Magnús Jónasson

Sæll, ég ræði um rekstur fyrirtækja sem að vísu eiga oftast eignir.

Ef um það er að ræða, að fyrirtæki verði gjaldþrota, eiga bankarnir að reyna að koma eignum þeirra í verð sem fyrst, en EKKI TAKA YFIR FYRIRTÆKIÐ OG REKA ÞAÐ!

Þetta er grundvallar mál. Það er stórhættulegt, að bankarnir fari að reka fyrirtæki í samkeppni við hinn frjálsa markað. Hvernig eiga venjuleg fyrirtæki að geta keppt á jafnréttisgrunni, við fyrirtæki sem banki á og rekur? !!

Vextir bankanna fara eftir framboði og eftirspurn eftir fjármagni, eins og annarri vöru. Hefurðu spáð í verðtrygginguna sem sagt er að sé ekki hægt að taka af vegna lífeyrissjóðanna? Hvað kostar það meðalheimilið að hafa hana, í stað þess, að engar verðbætur séu, en á móti komi eðlile ávöxtun lífeyrissjóða s.s. 3,5%.... Þetta myndi spara hverju heimili 40-60 milljónum á 40 árum....jafnvel meira....

Magnús Jónasson, 2.2.2009 kl. 21:49

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er dýr fórnarkostnaður fyrir lífeyrissjóðakerfi sem greiðir ekki svo hán lífeyri, samkvæmt því sem ég hef séð hjá almenningi.

Jón Halldór Guðmundsson, 3.2.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband