Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2010

ÓLAFUR RAGNAR ... "Nú falla öll vötn til Dýrafjarđar"

 

Kćri Ólafur, 

Fleyg orđ Vésteins Vésteinssonar úr Gíslasögu Súrssonar um ţađ, ađ of seint sé nú ađ snúa viđ, eiga aldrei betur viđ en nú, ţegar ţú hefur ţađ í hendi ţér, hvort ICESAVE málinu verđur vísađ til ţeirra sem valdiđ hafa, íslensku ţjóđarinnar.

Viđ sem ţekkjum ţig Ólafur og vorum ţér samferđa heima á Ţingeyri, ţekkjum vel rćtur ţínar. Ólafur Hjartar afi ţinn var einstakur heiđursmađur á allan hátt, traustur, orđheldinn og samviskusamur. Ţá var Sigga Egils, amma ţín, kvenskörungur, međ ansi ákveđnar skođanir sem hún lét alla heyra sem vildu.

Nú brýni ég ţig Ólafur, ađ taka á málinu af ţeirri samviskusemi sem nafni ţinn og afi hefđi gert og ţeim skörungsskap sem amma ţín hafđi og ađ ţú vísir málinu til ţjóđarinnar. Međ ţví sýnir ţú, ađ ţú ert trúr ţeim rótum sem ţú ert sprottinn af.

Enn ţakka ég ţér ţađ, ađ hafa passađ mig sem kornabarn og keyrt mig í barnavagninum um göturnar heima á Ţingeyri.

Međ kćrri kveđju til Dorritar međ ósk um gleđilegt ár og ţökk fyrir allt liđiđ,

Magnús Jónasson

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband