Hvar getur ríkið sparað.......

án þess að það komi niður á fyrirtækjum, almenningi, eða velferðarkerfinu?

Er ekki upplagt, að byrja á því, að leggja eitthvað af "eftirlitsiðnaðinum" niður? Með flötum niðurskurði, er almenningi, sjúkum, öldruðum og öryrkjum, gert að taka á sig skerðingar sem hægt er að koma í veg fyrir, með því að forgangsraða áherslum þessa þjóðfélags og kanna vel, hvað hægt sé að vera án, án þess að það komi niður á lífskjörunum.

Gerir fólk sér almennt grein fyrir því, hverskonar óskapnaður eftirlit með fyrirtækjum og almenningi á vegum hins opinbera er orðið. Eftirlit sem mætti mjög auðveldlega leggja af, án þess að það gerði nokkuð annað, en að spara almenningi stórfé.

Tökum Fiskistofu sem dæmi. Þegar eftirlitsmönnum með sjávarútvegsfyrirtækjum var komið á, voru þeir innan við tuginn. Nú eru þeir nærri 90!

Vilhelm

Hér er hægt að spara tugi milljóna, með því að leggja þetta endemis bull niður. Við treystum sjómönnum okkar og útgerðum fullkomlega til þess, að sjá svo um, að sem bestur fiskur og verðmætastur komi að landi.

Fallegur fengur

Annað enn vitlausara dæmi: Hreindýraveiðar hafa eftirlitsmannakerfi, þ.e. veiðieftirlitsmenn sem fara með skyttum og fylgjast með því, að veiðarnar fari eftir settum reglum. Nú hafa verið ráðnir eftirlitsmenn, til þess að fylgjast með eftirlitsmönnunum......!!!

Nei, áður en við skerum niður þjónustu við aldraða, sjúka og öryrkja, skulum við taka til þar sem það liggur beint við og sparar ríkissjóði útgjöld, án þess að það bitni á almenningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband