Hlustið á Bolla!

Ég hef verið í Sjálfstæðisflokknum frá 16 ára aldri og stutt hann með ráðum og dáð, m.a. með ómældum tíma í flokksstafinu, sitja í stjórn SUS og vera formaður í Hverfafélagi í Reykjavík um árabil.

Nú virðist svo komið, að jarðsamband forystunnar hafi slitnað.

Hef aðeins eitt að segja við Bjarna: Hlustaðu á Bolla!


mbl.is „Auðvitað erum við óánægð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Til að bjarga flokknum þá þarf Bjarni ekki bara að segja af sér formennsku heldur segja sig úr pólitík, hann er að keyra flokkinn í ruslið með núverandi stjórn, þegar Bjarni er farinn þá getur restin gert slíkt hið sama, þetta fólk er ekki í neinu sambandi við þá sem kusu þau, þetta er ekkert nema framapot og eiginhagsmunir, sérstaklega þetta orkupakkamál, það hlýtur einhver að vera græða helling á honum eða fengið borgað fyrir að styðja hann.

Og þvílíkur brandari frá honum að það sé komin hellings lífskjarabót fyrir landsmenn, það er verið að fara stórhækka vexti, veggjöld í pípunum, selja allt frá ríkinu og kostnaður ríkissins hefur eflaust aldrei verið meiri, það er ekkert gott sem þessi ríkisstjórn er að gera.

Það er verið að spreða ríkisfjármunum í hluti sem skipta akkúrat engu máli. Alger hörmung.

P.s. Bjarni, það vita allir hvers vegna fylgið er að hrynja, prófaðu bara að tala við fólk, eina fólkið sem ennþá hangir þarna inni er fólkið sem trúir því ennþá að það sé hægt að laga flokkinn (sem gerist aldrei með núverandi forystu)

Fyrrum xd (IP-tala skráð) 20.7.2019 kl. 17:49

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Magnús,

Sjálfur gekk ég í Sjálfstæðisflokkinn 16ára eins og þú, studdi flokkinn í blíðu og stríðu. Síðan gerðist það að undir forystu núverandi formanns var ákveðið að styðja Icesave III þrátt fyrir háværan vilja þjóðarinnar um annað, þá fékk ég nóg og sagði mig úr flokknum.

Nú segist BB ekki hafa skilning á því af hverju fylgi flokksins er svona lágt, venjulegast hér áður fyrr var fylgi flokksins þetta 36 til 40%. Það segir mér að BB er ekki að hlusta á fólkið í landinu og alls ekki á þá Sjálfstæðismenn sem hafa hrópað af þökum uppi til að vara forystuna við þeim siðlausu og óguðlegu ákvörðunum sem flokkurinn hefur tekið á þingi og ég tala nú ekki um orkupakkann margumtalaða.

Mér er spurn, hagsmuna hverra er flokkurinn að gæta á þingi?????

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.7.2019 kl. 20:19

3 identicon

Ég fæddist í þennan flokk

og ólst upp í honum.

Vann sjálfboðavinnu fyrir þennan flokk.

Ég var stoltur af að styðja flokkinn.

Þá var þetta flokkur sjálfstæðs fólks,

flokkur með 37-42% fylgi,

flokkur fólks sem þótti vænt um land og þjóð.

Flokkur sem hafnaði innlimun Íslands í ESB.

Með tilkomu Bjarna sem formanns

og samþykkt Icesave 3

hrundi fylgið niður í 25%.

Nú er það innlimunarferlið á fullu gasi

og allt sjálfstætt fólk forðast nú hræið

sem stefnir í algjört fylgishrun.

Mér er það erfitt að segja það,

en megi "Sjálfstæðisflokkur"

Junior Bjarna og þingflokks vesalinganna

fara fjandans til! 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.7.2019 kl. 21:04

4 identicon

Nei, forystan mun ekki hlusta á Bolla.

Nei, forystan mun ekki hlusta á Styrmi.

Nei, forystan mun ekki hlusta á Davíð Oddsson.

Nei, forystan mun ekki hlusta á Elliða Vignisson.

Nei, forystan er forhert og mun ekki hlusta.

Forystan er hrokafull brusselsk búrakratahirð.

En já, eigi síðar en eftir tæp tvö ár

mun helmingur þingflokksins verða hruninn.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.7.2019 kl. 21:12

5 identicon

Það alversta er þó enn óupptalið:

Forystan talar tungum tveimur

og sitt hvað með hvorri,

sem sagt:  Lygin og ekki hægt að treysta

og svíkur samþykktir landsfundar, ítrekað.

"Sjálfstæðisflokkur" Junior Bjarna er, í reynd,

ESB sinnaðasti flokkur landsins.

Gulli stærir sig nú af því, að

"Innleiðingarhalli" ESB pakkanna

hafi aldrei verið minni. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.7.2019 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband