Hvar getur ríkið sparað.......

án þess að það komi niður á fyrirtækjum, almenningi, eða velferðarkerfinu?

Er ekki upplagt, að byrja á því, að leggja eitthvað af "eftirlitsiðnaðinum" niður? Með flötum niðurskurði, er almenningi, sjúkum, öldruðum og öryrkjum, gert að taka á sig skerðingar sem hægt er að koma í veg fyrir, með því að forgangsraða áherslum þessa þjóðfélags og kanna vel, hvað hægt sé að vera án, án þess að það komi niður á lífskjörunum.

Gerir fólk sér almennt grein fyrir því, hverskonar óskapnaður eftirlit með fyrirtækjum og almenningi á vegum hins opinbera er orðið. Eftirlit sem mætti mjög auðveldlega leggja af, án þess að það gerði nokkuð annað, en að spara almenningi stórfé.

Tökum Fiskistofu sem dæmi. Þegar eftirlitsmönnum með sjávarútvegsfyrirtækjum var komið á, voru þeir innan við tuginn. Nú eru þeir nærri 90!

Vilhelm

Hér er hægt að spara tugi milljóna, með því að leggja þetta endemis bull niður. Við treystum sjómönnum okkar og útgerðum fullkomlega til þess, að sjá svo um, að sem bestur fiskur og verðmætastur komi að landi.

Fallegur fengur

Annað enn vitlausara dæmi: Hreindýraveiðar hafa eftirlitsmannakerfi, þ.e. veiðieftirlitsmenn sem fara með skyttum og fylgjast með því, að veiðarnar fari eftir settum reglum. Nú hafa verið ráðnir eftirlitsmenn, til þess að fylgjast með eftirlitsmönnunum......!!!

Nei, áður en við skerum niður þjónustu við aldraða, sjúka og öryrkja, skulum við taka til þar sem það liggur beint við og sparar ríkissjóði útgjöld, án þess að það bitni á almenningi.


Hvalveiðar til lengri tíma

Ástæða er til þess, að þakka Einari Kristni Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra, vasklega framgöngu í hvalveiðimálinu. Ákvörðun hans sem byggir á samþykkt Alþingis, er bæði rökrétt og skynsöm. Við Íslendingar erum fiskveiðiþjóð og nýtum náttúrugæði okkar, til þess að afla sveltandi mannkyni matar. Sú einstaka stefna sjálfbærni sem við höfum alltaf fylgt í hvalveiðum, er okkur til sóma. Hvalaafurðir eru okkur mikilvægar í gjaldeyrisöflun og atvinnusköpun.

thumbarinn

Ansi eru sumir landar okkar komnir langt frá uppruna sínum, þegar þeirra helsta áhugamál, er að berjast með kjafti og klóm, gegn lífsbjörg þjóðarinnar, nýtingu náttúruauðlindanna. Við Vestfirðingar skulum reyna að koma þessu ágæta fólki í skipsrúm hjá Konna Eggerts, þannig að það geti unnið fyrir sér við aðstæður sem krefjast manndóms, skapað verðmæti fyrir þjóðarbúið, um leið og migið er í saltan sjó. Hvaðan kemur þessu fólki vald til þess, að telja sig talsmenn náttúruverndar? Þeir sem nýtt hafa auðlindir hafsins í áratugi með sjálfbærni í huga, eru miklu betur til þess fallnir, að vera kallaðir náttúrusinnar. Þeir lifa á auðlindinni og ætla afkomendum sínum hið sama.

Fyrir álit Norðurlandaráðs gef ég ekkert. Þessar ágætu "frændþjóðir" okkar, hlupu eins og rottur í felur, þegar stórsjóir bankahrunsins dundu á okkur. Aðeins Færeyingar stóðu með okkur í briminu. Spyrjum þá álits á hvalveiðum okkar.......þeir eru fiskveiðiþjóð, eins og við Íslendingar.

 Front1

Hvaða munur er á þessum syndandi kúm og hinum sem eru á þurru landi? Ekki hefur mikið heyrst um andmæli gegn nýtingu þeirra til manneldis, þó þær sem á þurru landi lifa, standi okkur nú nær...blessaðar.....

Þá fara veiðar og skoðun hvala mjög vel saman, eins og dæmin sanna.


Óskum Geir H. Haarde skjóts bata

í þeim alvarlegu veikindum sem hann á nú í.

Það var mikið áfall, að hlýða á ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins í hádeginu. Ég veit að ég tala fyrir hönd allra félaga í Sjálfstæðisfélagi Grafarvogs, þegar ég óska Geir og Ingu Jónu alls hins besta í baráttunni framundan.


Samstaðan sem við verðum öll að sýna og taka þátt í......

Hverjir eiga nú að standa saman og hvað þýðir orðið "samstaða"?

Er það samstaða, að einstaklingar í þessu landi, standi einir í að borga óreiðuna, þegar hlutur ríkisins er, að hækka álögur á fólk og draga úr þjónustu, s.s. að hækka olíugjald og draga úr samgöngubótum?

Er það samstaða, að þeir sem voru hönnuðir hrunsins, starfi í bönkunum okkar, og eigi að leiða það, hvernig við borgum alla milljarðana?

Er það samstaða, að þeir sem sannanlega hafa kostað þjóðina hundruð milljarða króna sem þeir geyma nú erlendis, löglega eða ólöglega, gangi enn lausir og bjóði „aðstoð“ sína?

Er það samstaða, að draga svo saman verklegar framkvæmdir og viðhald fasteigna ríkisins, að fyrirtæki og einstaklingar fara umvörpum á hausinn vegna tekjumissis?

Er það samstaða, að hafa allt að 20.000 manns án atvinnu og þurfa að greiða þeim þrjú þúsund milljónir (þrjá milljarða) á mánuði, í stað þess að leggja fé til eflingar atvinnu og framkvæmda? (Þessir fjármunir greiða ein 5 km jarðgöng, hverja tvo mánuði,eða 6 slík jarðgöng á ári!)

Er það samstaða, að halda stýrivöxtum í 18%, þeim hæstu í heimi og drepa með því alla möguleika fyrirtækja og einstaklinga til lántöku vegna framkvæmda og reksturs?

Er það samstaða, að ætlast til þess, að bankarnir sem tóku stöðu gegn krónunni í byrjun árs 2008, ýttu viðskiptavinum sínum í myntkörfulán og græddu stórlega á því, ætli almenningi að greiða nú gengishrunið?

Er það samstaða, að taka yfir bankakerfið, en að halda síðan uppi okurvöxtum, þannig að fyrirtækjum og almenningi blæði út?

Er það samstaða, að hafa hér glórulausa verðtryggingu fyrir lánveitendur sem enga áhættu þurfa að taka og láta óðaverðbólgu geysa sem étur upp eignir almennings og fyrirtækja, án nokkurrar raunhæfrar mótstöðu? 

Eitthvað misskil ég orðið „samstaða“! 

Aðrar þjóðir standa nú í svipuðum sporum og við Íslendingar. Hvernig bregðast þær við vanda sínum. Tökum Bandaríkin sem dæmi.Þar hafa bankar hrunið, eins og hérlendis. Fyrsta verkið þar, var að setja stýrivexti bandaríska seðlabankans í 0%. Þá hefur 700 milljörðum dollara nú þegar verið ráðstafað til þess að styrkja stoðirnar. Aðrar 1,5 trilljón dollara verða settar til framkvæmda í Bandaríkjunum á þessu ári, s.s. vega og jarðgangagerð, byggingu skóla, viðhald eigna og fleira sem stuðlar að því, að halda fyrirtækjunum gangandi.

Þessar fjárhæðir samsvara því að við Íslendingar settum um 272 milljarða í uppbyggingu efnahagskerfisins hér og þá er tekið tillit til höfðatölu  og gengis dollars.

Þarna er að mínu mati, dæmi um orðið „SAMSTAÐA“ !

Ef þetta á að vera bjargráð okkar út úr erfiðleikunum, segi ég, eins og afi minn á Þingeyri, þegar honum leist ekki á hugmyndirnar: "Þetta er hagfræði andskotans!".

Í mínum huga, er aðeins ein stjórnmálastefna hérlendis sem unnið getur bug á ástandinu, fái hún að njóta sýn. Það er sjálfstæðisstefnan, stefna dugnaðar, dirfsku, áræðni og þors hins frjálsa manns til orða og athafna, án óþarfa afskipta, boða eða banna ríkisvaldsins!

 


Norræna hefur áætlun fyrr en áætlað var

Norræna kemur í fyrsta sinn til Seyðisfjarðar á þessu ári, hinn 3. febrúar næstkomandi, þ.e. tveimur mánuðum fyrr, en áætlað var. Þetta eru mikil gleðitíðindi og hleypir lífi og bjartsýni í austfirðinga. Frændur okkar og vinir í Færeyjum og Danmörku sem sjá um rekstur ferjunnar, eiga þakkir skilið fyrir að sýna skilning á því, að ferðir Norrænu skipta atvinnulíf á Austurlandi miklu. Útflutningur á sjávarafurðum og öðrum gjaldeyrisskapandi varningi hefst nú aftur frá Seyðisfirði og fólk og bílar taka að streyma frá Evrópu.

Picture 021B

Áhyggjur eru þó, af færð og veðri á Fjarðarheiði. Þessi eini hluti TERN (Trans European Road Network), stofnvegakerfis Evrópusambandsins sem er tenging Austurlands/Íslands við Evrópu, hefur verið ófær vegna veðurs og snjóa, nokkuð oft að undanförnu. Slysahætta á Fjarðarheiði er mikil og í úttekt EuroRap (European Road Assessment Program) á heiðinni, er hún talin einn hættulegasti fjallvegur landsins! 

Fjarðarheiði ófær

Brýnt er, að tryggja tenginguna við Evrópu, með göngum undir Fjarðarheiði. Ljóst er, að ef Ísland hyggur á inngöngu í EB, verða stofnbrautir hérlendis, að uppfylla staðla EB fyrir árið 2012.

Hér fylgir ný áætlun Norrænu í febrúar og mars:

SEJLPLAN - GYLDIG 01.02-03.04

  FEBRUARMARTSAPRILALLE TIDER
ER LOKALTIDER
DagHavnDatoDatoDatoAnk.Afg.

Esbjerg

 

7

14

21

28

 

7

14

21

28

 

09.00

15.00

til søs

1*

8

 15

 22

 

1

8

15

22

29

 

til søs

MA

Tórshavn

2*

9

 16

23

 

2

9

16

23

30

 

05.00

14.00

TI

Seyðisfjörður

3

10

 17

24

 

3

10

17

24

31

 

09.00

-

ON

Seyðisfjörður

4

11

 18

25

 

4

11

18

25

 

1

-

20.00

TO

Tórshavn

5

12

 19

26

 

5

12

19

26

 

2

15.00

21.00

FR

til søs

6

13

 20

 27

 

6

13

20

27

 

3

til søs


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband