Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Minnir á þorskastríð okkar vð Breta

Að sjá fréttina í sjónvarpinu áðan þar sem skip öfgamannsins Paul Watson sigldi inn í bakborðssíðuna á japanska hvalbátnum, minnti á það, þegar breska freigátan sigldi inn í síðuna á Tý, í þorskastríði okkar við Breta. Óhugalegt var að leiða hugann að því, að núverandi Sjávarútvegsráðherra Íslands, virðist styðja hugmyndafræði og aðferðir þessa glæpamanns.

Nú berst íslenska þjóðin fyrir fjárhagslegum tilverurétti sínum og verður að afla allra þeirra tekna sem mögulegar eru, til þess að drukkna ekki í brimróti skulda og atvinnuleysis. Hvalveiðar okkar eru sjálfbærar, mjög atvinnuskapandi, tekjurnar verulegar og þær stuðla að jafnvægi í sjávarlífi umhverfis landið. Þær eru studdar af vísindamönnum okkar á Hafró og vísindamönnum Alþjóða hvalveiðiráðsins sem viðurkenna, að veiðar okkar séu sjálfbærar. Þá er góður markaður fyrir kjötið. Hvalaskoðun og veiðar fara vel saman og skapa sameiginlega mörg hundruð störf og dýrmætan gjaldeyri. Reynsla Norðmanna af veiðum og skoðun hvala, sannar þetta allra best.

Það er því ömurlegt til þess að vita, að ný ríkisstjórn Íslands, hafi í huga, að reyna að breyta ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um að halda nú áfram, sjálfbærum hvalveiðum á Íslandsmiðum. Glæpamaðurinn sem sökkti hvalbátum okkar í Reykjavíkurhöfn og siglir um heimshöfin undir sjóræningjafána, virðist eiga tryggan stuðning Steingríms J.Sigfússonar og co. í hinni nýju ríkisstjórn Íslands.

Það er réttur okkar og nú um stundir lífsnauðsyn, að nýta til fulls, allar náttúruauðlindir okkar, til þess að halda uppi því velferðarsamfélagi sem við höfum byggt upp á síðustu áratugum.

Ef það verður afstaða Steingríms J. Sigfússonar, núverandi Sjávarútvegsráðherra, að styðja órökstuddar upphrópanir og skemmdarverk glæpamanna gegn heilögum rétti okkar til þess að lifa á gæðum þessa lands, lít ég á  það sem landráð!


Vitfyrring vinstri villu....

Nú sér fólk vel, hvers konar hræsni og dramb, einkennir öfga vinstri villunnar. Þegar þessi þjóð þarf á öllum mögulegum tækifærum til atvinnusköpunar að halda, leiðist öfgafólk til vinstri helst af ábyrgðarlausum atvinnumótmælendum gegn nýtingu náttúruauðlinda okkar. Hámarksnýting náttúruauðlinda okkar með sjálfbærni, studda vísindalegum rökum Hafró í huga, eru forsendur þess, að fyrrverandi sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerðina um veiðarnar.

Nú heyrist ekki hátt kallað eftir rökum vísindamanna, sem kallað var svo ákaft eftir, á meðan vísindaráð Alþjóða hvalveiðiráðsins setti sig upp á móti veiðum okkar. Nú hefur sú afstaða þeirra vísindamanna breyst!

Hvert einasta tækifæri til atvinnusköpunar og tekna fyrir þessa hnípnu þjóð í vanda, verður að nota.     

Að mínu mati jaðrar þetta viðhorf nýrrar ríkisstjórnar við landráð.


mbl.is 200 störf slegin út af borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutverk "nýju" bankanna

Góðar óskir um heilladrjúgt og árangursríkt starf fyrir land og þjóð, fylgja nýrri ríksistjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. 

 Nú verðum við Íslendingar að minna okkur á grunnreglur um rekstur banka.  Það sem fyrst og fremst steypti bönkum hérlendis var það, að þeir höfðu ekki í heiðri það grundvallaratriði að bankar gera aðeins eitt: Lána peninga gegn vöxtum.....ekkert annað!

Fjárfestingaræðið, þ.e. að kaupa og selja hluti í fyrirtækjum og græðgin sem því fylgdi, var meinið sem að lokum varð til þess, að spilaborgin hrundi. M.a. keyptu bankarnir heilu blokkirnar á byggingarstigi, hækkuðu verð þeirra úr öllu hófi og lánuðu síðan fólki 100% fyrir þeim! Einnig voru hlutir keyptir í fyrirtækjum sem gátu náð skyndigróða, þau studd og fjármögnuð, en önnur fyrirtæki í samkeppni við þau sem bankarnir áttu, fengu ekki fyrirgreiðslu.  

Nú verður að tryggja að fjárfestingabrjálæði bankanna, með eignarhaldi og yfirtöku á "lífvænlegum fyrirtækjum" haldi ekki áfram, nú á vegum ríkisins. Menn virðast  ekki gera sér grein fyrir hættunni sem í þessu felst. Með þessu, fara bankarnir í samkeppni um eignarhald á fyrirtækjum. Bankarnir velja úr bestu bitana fyrir ríkið sem eignast svo fyrirtækin með eign hlutafjár í fyrirtækjunum, að hluta, eða öllu leiti. Þeir skekkja samkeppnishæfi á markaði, með því  að neita öðrum en eigin fyrirtækjum um eðlilega fyrirgreiðslu.

Hver getur keppt við ríkið um eignarhald fyrirtækja, ef bönkunum verður heimilt að fara þessa leið? Hvernig á fyrirtæki í eigu einstaklinga sem er í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnugrein í eigu ríkisbanka, að lifa? Þetta gengur aldrei upp.

Bankar eru fjármálastofnanir. Þeir lána peninga gegn vöxtum. Þeir sem fá lánað, eiga að njóta jafnréttis við mat á lánshæfi. Bankar eiga að meta eignir og rekstur fyrirtækja og lána fé til þeirra sem treyst er. Ekkert annað! 

Með innkomu banka/ríkisins sem hlutafjáreigenda á fyrirtækjamarkaði, skekkist leikurinn. Þau fyrirtæki sem bankarnir/ríkið eiga ekki í, verða undir, fá ekki rekstrarfé og fara á hausinn.       Eftir stendur fyrirtækið sem bankinn/ríkið á og hirðir verkefnin og fjármagnið.

Það verður því að tryggja, að "Nýju bankarnir" fari ekki út á þessa braut, þannig að þeir verði látnir ákveða hvaða íslensk fyrirtæki lifa og hver deyja.Það verður að koma í veg fyrir, að fyrirtæki og atvinnuvegir landsins, verði "þjóðnýttir" á þennan hátt.

Til þess þarf nýja lagasetningu á Alþingi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband