Minnir á þorskastríð okkar vð Breta

Að sjá fréttina í sjónvarpinu áðan þar sem skip öfgamannsins Paul Watson sigldi inn í bakborðssíðuna á japanska hvalbátnum, minnti á það, þegar breska freigátan sigldi inn í síðuna á Tý, í þorskastríði okkar við Breta. Óhugalegt var að leiða hugann að því, að núverandi Sjávarútvegsráðherra Íslands, virðist styðja hugmyndafræði og aðferðir þessa glæpamanns.

Nú berst íslenska þjóðin fyrir fjárhagslegum tilverurétti sínum og verður að afla allra þeirra tekna sem mögulegar eru, til þess að drukkna ekki í brimróti skulda og atvinnuleysis. Hvalveiðar okkar eru sjálfbærar, mjög atvinnuskapandi, tekjurnar verulegar og þær stuðla að jafnvægi í sjávarlífi umhverfis landið. Þær eru studdar af vísindamönnum okkar á Hafró og vísindamönnum Alþjóða hvalveiðiráðsins sem viðurkenna, að veiðar okkar séu sjálfbærar. Þá er góður markaður fyrir kjötið. Hvalaskoðun og veiðar fara vel saman og skapa sameiginlega mörg hundruð störf og dýrmætan gjaldeyri. Reynsla Norðmanna af veiðum og skoðun hvala, sannar þetta allra best.

Það er því ömurlegt til þess að vita, að ný ríkisstjórn Íslands, hafi í huga, að reyna að breyta ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um að halda nú áfram, sjálfbærum hvalveiðum á Íslandsmiðum. Glæpamaðurinn sem sökkti hvalbátum okkar í Reykjavíkurhöfn og siglir um heimshöfin undir sjóræningjafána, virðist eiga tryggan stuðning Steingríms J.Sigfússonar og co. í hinni nýju ríkisstjórn Íslands.

Það er réttur okkar og nú um stundir lífsnauðsyn, að nýta til fulls, allar náttúruauðlindir okkar, til þess að halda uppi því velferðarsamfélagi sem við höfum byggt upp á síðustu áratugum.

Ef það verður afstaða Steingríms J. Sigfússonar, núverandi Sjávarútvegsráðherra, að styðja órökstuddar upphrópanir og skemmdarverk glæpamanna gegn heilögum rétti okkar til þess að lifa á gæðum þessa lands, lít ég á  það sem landráð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála!!!!!!!!!

Anna (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 20:56

2 identicon

......virðist eiga tryggan stuðning Steingríms J. Sigfússonar og co......

Las grein þína og fór að spá í "hugmyndir" Steingríms.  Sennilega er það bara stóllinn sem ræður núna og þannig er nú íslenska pólitíkin oftar en ekki sama hvaða flokkur á í hlut.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband