Vitfyrring vinstri villu....

Nú sér fólk vel, hvers konar hræsni og dramb, einkennir öfga vinstri villunnar. Þegar þessi þjóð þarf á öllum mögulegum tækifærum til atvinnusköpunar að halda, leiðist öfgafólk til vinstri helst af ábyrgðarlausum atvinnumótmælendum gegn nýtingu náttúruauðlinda okkar. Hámarksnýting náttúruauðlinda okkar með sjálfbærni, studda vísindalegum rökum Hafró í huga, eru forsendur þess, að fyrrverandi sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerðina um veiðarnar.

Nú heyrist ekki hátt kallað eftir rökum vísindamanna, sem kallað var svo ákaft eftir, á meðan vísindaráð Alþjóða hvalveiðiráðsins setti sig upp á móti veiðum okkar. Nú hefur sú afstaða þeirra vísindamanna breyst!

Hvert einasta tækifæri til atvinnusköpunar og tekna fyrir þessa hnípnu þjóð í vanda, verður að nota.     

Að mínu mati jaðrar þetta viðhorf nýrrar ríkisstjórnar við landráð.


mbl.is 200 störf slegin út af borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg með ólíkindum hvað hvalveiðisinnar eru í mikilli einstefnu.   Það þarf að kanna ávinning af svona veiðum áður en ráðist er í þær.  Hvað tapast t.d. mörg störf á móti þessum 200 sem skapast vegna almennrar andstöðu í heiminum við hvalveiðar?

 Ég er fylgjandi hvalveiðum ef þær skaða ekki hagsmuni okkar á öðrum sviðum.

Þóra Dögg (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 15:48

2 Smámynd: Björn Birgisson

Mér vitanlega hefur hvergi komið fram hve margir ferðamenn koma hingað GAGNGERT til að skoða hvali. Hvalaskoðun er bara eitt af mörgu sem ferðamenn upplifa á Íslandi - og þeir hætta ekki við Íslandsferð þó við veiðum nokkra hvali. Gætum meira að segja sett upp nokkur stúkusæti í hvalveiðiskipunum og leyft ferðamönnum að fylgjast með veiðunum. Þar yrði alltaf fullt og biðlisti.

Björn Birgisson, 3.2.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband