Samstaðan sem við verðum öll að sýna og taka þátt í......

Hverjir eiga nú að standa saman og hvað þýðir orðið "samstaða"?

Er það samstaða, að einstaklingar í þessu landi, standi einir í að borga óreiðuna, þegar hlutur ríkisins er, að hækka álögur á fólk og draga úr þjónustu, s.s. að hækka olíugjald og draga úr samgöngubótum?

Er það samstaða, að þeir sem voru hönnuðir hrunsins, starfi í bönkunum okkar, og eigi að leiða það, hvernig við borgum alla milljarðana?

Er það samstaða, að þeir sem sannanlega hafa kostað þjóðina hundruð milljarða króna sem þeir geyma nú erlendis, löglega eða ólöglega, gangi enn lausir og bjóði „aðstoð“ sína?

Er það samstaða, að draga svo saman verklegar framkvæmdir og viðhald fasteigna ríkisins, að fyrirtæki og einstaklingar fara umvörpum á hausinn vegna tekjumissis?

Er það samstaða, að hafa allt að 20.000 manns án atvinnu og þurfa að greiða þeim þrjú þúsund milljónir (þrjá milljarða) á mánuði, í stað þess að leggja fé til eflingar atvinnu og framkvæmda? (Þessir fjármunir greiða ein 5 km jarðgöng, hverja tvo mánuði,eða 6 slík jarðgöng á ári!)

Er það samstaða, að halda stýrivöxtum í 18%, þeim hæstu í heimi og drepa með því alla möguleika fyrirtækja og einstaklinga til lántöku vegna framkvæmda og reksturs?

Er það samstaða, að ætlast til þess, að bankarnir sem tóku stöðu gegn krónunni í byrjun árs 2008, ýttu viðskiptavinum sínum í myntkörfulán og græddu stórlega á því, ætli almenningi að greiða nú gengishrunið?

Er það samstaða, að taka yfir bankakerfið, en að halda síðan uppi okurvöxtum, þannig að fyrirtækjum og almenningi blæði út?

Er það samstaða, að hafa hér glórulausa verðtryggingu fyrir lánveitendur sem enga áhættu þurfa að taka og láta óðaverðbólgu geysa sem étur upp eignir almennings og fyrirtækja, án nokkurrar raunhæfrar mótstöðu? 

Eitthvað misskil ég orðið „samstaða“! 

Aðrar þjóðir standa nú í svipuðum sporum og við Íslendingar. Hvernig bregðast þær við vanda sínum. Tökum Bandaríkin sem dæmi.Þar hafa bankar hrunið, eins og hérlendis. Fyrsta verkið þar, var að setja stýrivexti bandaríska seðlabankans í 0%. Þá hefur 700 milljörðum dollara nú þegar verið ráðstafað til þess að styrkja stoðirnar. Aðrar 1,5 trilljón dollara verða settar til framkvæmda í Bandaríkjunum á þessu ári, s.s. vega og jarðgangagerð, byggingu skóla, viðhald eigna og fleira sem stuðlar að því, að halda fyrirtækjunum gangandi.

Þessar fjárhæðir samsvara því að við Íslendingar settum um 272 milljarða í uppbyggingu efnahagskerfisins hér og þá er tekið tillit til höfðatölu  og gengis dollars.

Þarna er að mínu mati, dæmi um orðið „SAMSTAÐA“ !

Ef þetta á að vera bjargráð okkar út úr erfiðleikunum, segi ég, eins og afi minn á Þingeyri, þegar honum leist ekki á hugmyndirnar: "Þetta er hagfræði andskotans!".

Í mínum huga, er aðeins ein stjórnmálastefna hérlendis sem unnið getur bug á ástandinu, fái hún að njóta sýn. Það er sjálfstæðisstefnan, stefna dugnaðar, dirfsku, áræðni og þors hins frjálsa manns til orða og athafna, án óþarfa afskipta, boða eða banna ríkisvaldsins!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þú segir að sjálfsstæðisstefnan geti unnið bug á ástandinu. Ég held að það sé alls ekki rétt, því að er stefna Sjálfstæðisflokksins sem hefur hefur komið landinu í þessa hroðalegu stöðu og gert landið í raun gjaldþrota.

Þessi dæmalausu stýrisvextir eru dæmi um ófarsæla efnahagsstjórn Davíðs Oddssonar og Sjálfstæðisflokksins.

Jón Halldór Guðmundsson, 25.1.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband