Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.7.2019 | 16:57
Hlustið á Bolla!
Ég hef verið í Sjálfstæðisflokknum frá 16 ára aldri og stutt hann með ráðum og dáð, m.a. með ómældum tíma í flokksstafinu, sitja í stjórn SUS og vera formaður í Hverfafélagi í Reykjavík um árabil.
Nú virðist svo komið, að jarðsamband forystunnar hafi slitnað.
Hef aðeins eitt að segja við Bjarna: Hlustaðu á Bolla!
Auðvitað erum við óánægð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.4.2011 | 17:44
Húskarl Jóhönnu þakkar stöðuveitinguna
Því hafa horfurnar í ríkisrekstrinum ekki hrunið, eftir höfnun á fyrri Icesave samningum, eins og Már spáði þá fyrir um?
Er gjaldeyrisforðinn nú, ekki orðinn sá sterkasti sem um getur?
Þessi blessuðum lánshæfisfyrirtækjum er stjórnað af erlendum bankamönnum sem sjá sér hag í því, að taka ófarir sínar út á lítilmagnanum. Hefur ekkert með greiðslu- eða lánshæfi Íslands að gera.
Ekki trúi ég því að þjóðin sjái ekki í gegnum plottið og húsbóndahollustuna í þessari málpípu Jóhönnu...............
Raddir um greiðsluþrot þagna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2010 | 02:01
Bananalýðveldið..........
Dæmigerð viðbrögð vanhæfra stjórnenda, við vinnubrögð vanhæfs samstarfsmanns.........
Gylfi leyfir sér, að hrauna yfir Hæstarétt og Alþingi, er verðlaunaður fyrir, af þeim sem teja honum á foraðið, en þora ekki sjálf að koma fram með óbilgirnina.......
Gylfi áfram ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2010 | 21:59
Gylfi..virtu lögin og dóm Hæstaréttar
Það er greinilegt, að ábyrgðarlausar yfirlýsingar Gylfa Magnússonar falla í mjög grýttan jarðveg.
Því í ósköpunum ætlar maðurinn ekki að hlýta dómi æðsta dómstól landsins?
Á meðan að þeir sem myntkörfulánin hafa, þurftu að greiða tvö- til þrefaldan höfuðstól lána sinna, voru rök ráðherra fyrir því að gera ekkert í málinu, engin...........
Þá mátti hluti þjóðarinnar búa við það, að greiða miklu meira fyrir sín lán en aðrir.
Nú segir ráðherrann "að hluti þjóðarinnar geti ekki fengið betri kjör á lán sín en aðrir"!
Þessi talsmaður AGS á ekki marga stuðningsmenn við þessi arfaslöku rök sín.
Eru vextirnir sem samið var um á þessum lánum ólöglegir? Held ekki!
Gjaldeyrisviðmiðið er hins vegar ólöglegt.
Myntkörfulántakendur hafa marg ofgreitt af lánum sínum, en fá nú smá leiðréttingu á óréttlætinu.
Auðvitað eigum við að fara 100% eftir dómi Hæstaréttar.
AGS hefur áhyggjur af bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2010 | 20:35
ÓLAFUR RAGNAR ... "Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar"
Kæri Ólafur,
Fleyg orð Vésteins Vésteinssonar úr Gíslasögu Súrssonar um það, að of seint sé nú að snúa við, eiga aldrei betur við en nú, þegar þú hefur það í hendi þér, hvort ICESAVE málinu verður vísað til þeirra sem valdið hafa, íslensku þjóðarinnar.
Við sem þekkjum þig Ólafur og vorum þér samferða heima á Þingeyri, þekkjum vel rætur þínar. Ólafur Hjartar afi þinn var einstakur heiðursmaður á allan hátt, traustur, orðheldinn og samviskusamur. Þá var Sigga Egils, amma þín, kvenskörungur, með ansi ákveðnar skoðanir sem hún lét alla heyra sem vildu.
Nú brýni ég þig Ólafur, að taka á málinu af þeirri samviskusemi sem nafni þinn og afi hefði gert og þeim skörungsskap sem amma þín hafði og að þú vísir málinu til þjóðarinnar. Með því sýnir þú, að þú ert trúr þeim rótum sem þú ert sprottinn af.
Enn þakka ég þér það, að hafa passað mig sem kornabarn og keyrt mig í barnavagninum um göturnar heima á Þingeyri.
Með kærri kveðju til Dorritar með ósk um gleðilegt ár og þökk fyrir allt liðið,
Magnús Jónasson
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.1.2010 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2009 | 16:57
Skjaldborg um skuldirnar!
Eitt helsta baráttumál núverandi ríkisstjórnarflokka fyrir síðustu kosningar,var að nú yrði að slá skjaldborg um heimilin og fyrirtæki landsins.
Skuldirnar(erlendu myntkörfulánin) hafa hækkað svo gífurlega, að ekkert annað en þrot blasir við fjölda heimila, ef ekkert verður að gert.
Nauðsyn þess, að afskrifa hækkanir sem urðu á myntkörfulánum frá áramótunum 2007/2008, vegna vitfirringar og skipulagðra árása bankanna á krónuna, er öllum ljós.
Krafan um að lán verði stillt á gengisvísitölu áramótanna 2007/2008 er eðlileg og sjálfsögð.
Ekkert fyrirtæki eða heimili stendur undir hækkun lánanna, nema kannski þau sem hafa framlegð dópinnflutnings af peningum sínum!
Ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar er hróplegt, næstum aumkunarvert.
Þær gífurlegu upphæðir sem ríkisstjórnin er nú tilbúin í að greiða til AGS og vegna Icesave, myndu koma heimilum og fyrirtækjum landsins yfir múr bankahrunsins og gera þeim kleift, að standa við framtíðarskuldbindingar sínar.
Það, að neita heimilum og fyrirtækjum um afskriftir lána, að kröfu AGS, jaðrar við landráð.
Það liggur fyrir, að ríkisstjórnin er tilbúin að eyða um 35.000.000.000 (þrjátíubogfimmþúsundmilljónum)árlega, eða um 5 jarðgöngum á ári næstu sjö árin, í vaxtagreiðslur vegna Icesave! Síðan hefjast svo endurgreiðslur og greiðsla enn meiri vaxta!
Þá eru eftir milljarðahundruðin sem lán AGS (sem ekki má nota), kosta okkur........
Miklu ódýrara er fyrir okkur Íslendinga, að skila AGS láninu og að fara dómstólaleiðina með Icesave. Við getum notað lítinn hluta þessara upphæða, til þess að standa undir afskriftum lána heimila og fyrirtækja.
Lánamarkaðir heimsins eru okkur hvort eð er, ansi dýrir, með eða án AGS peninganna og Icesave þrælkunarinnar. Við skulum því skila AGS nauðarfénu og láta Icesave fyrir dómstóla. Notum það fjármagn sem ætlað var í þessa þrælasamninga gömlu nýlenduveldanna til þess, að koma heimilum og fyrirtækjum landsins á koppinn aftur.
Ansi er það merkilegt, hve ríkisstjórnin er viljug til þess, að henda tugþúsundum milljarða í útlendinga, á sama tíma og henni finnst sjálfsagt, að heimilum og fyrirtækjum landsins blæði út, vegna vaxtaokurs,höfuðstólshækkana lána og annarra skelfilegra afleiðinga græðgi og mannvonsku fyrrverandi eigenda og stjórnenda bankanna sem nú sitja á milljarðahundruðum og slá um sig í skattaskjólum Karabíska hafsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.1.2010 kl. 04:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2009 | 17:28
Göng undir Fjarðarheiði
Það ber að fagna framkominni þingsályktunartillögu fjögurra þingmanna, þeirra Arnbjargar Sveinsdóttur, Ólafar Nordal, Birkis J. Jónssonar og Einars Más Sigurðarsonar, um undirbúning að gerð jarðganga undir Fjarðarheiði sem tengir Egilsstaði og Þjóðveg 1 við Seyðisfjörð, einu vegtengingu Íslands við Evrópu. Almennt gera menn sér ekki grein fyrir því, að vegurinn um Fjarðarheiði er einn hæsti og hættulegasti fjallvegur landsins, nær upp í 630 metra hæð, í veðurfar sem á ekkert skylt við venjulegt veðurfar láglendis Íslands.
Margir sem leiðina þurfa að fara, hafa verulegar áhyggjur af færð og veðri á Fjarðarheiði. Þessi eini hluti TERN (Trans European Road Network), stofnvegakerfis Evrópusambandsins sem er tenging Austurlands/Íslands við Evrópu, hefur verið ófær vegna veðurs og snjóa, nokkuð oft að undanförnu. Slysahætta á Fjarðarheiði er mikil og í úttekt EuroRap (European Road Assessment Program) á heiðinni, er hún talin einn hættulegasti fjallvegur landsins.
Vegagerðin metur veginn færan, ef ruðningsbílar komast yfir Fjarðarheiði, þó svo, að engir aðrir bílar komist yfir heiðina. Fjarðarheiði er sem sagt sögð hafa verið fær, þrátt fyrir að hún hafi jafnvel verið ófær yfir 20 tíma þann sólarhringinn. Þetta er hrein fölsun staðreynda og ósómi af hendi vegagerðarinnar.
Þeir íbúar Seyðisfjarðar sem voru á fundi Samfylkingarinnar á Hótel Snæfelli í apríl árið 2006, rétt fyrir þingkosningarnar það ár, taka nú heilshugar undir svar Kristjáns Möller, er hann var inntur eftir því, hvort hann styddi áætlanir um jarðgöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar: " JÁ - JÁ - JÁ - JÁ - JÁ"......
Svo mörg voru þau orð núverandi samgönguráðherra! Ætli Kristján sé maður orða sinna?
Brýnt er, að tryggja tenginguna við Evrópu, með göngum undir Fjarðarheiði. Ljóst er, að ef Ísland hyggur á inngöngu í EB, verða stofnbrautir hérlendis, það er TERN vegir, að uppfylla staðla EB fyrir árið 2012.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.1.2010 kl. 04:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.2.2009 | 20:19
Minnir á þorskastríð okkar vð Breta
Að sjá fréttina í sjónvarpinu áðan þar sem skip öfgamannsins Paul Watson sigldi inn í bakborðssíðuna á japanska hvalbátnum, minnti á það, þegar breska freigátan sigldi inn í síðuna á Tý, í þorskastríði okkar við Breta. Óhugalegt var að leiða hugann að því, að núverandi Sjávarútvegsráðherra Íslands, virðist styðja hugmyndafræði og aðferðir þessa glæpamanns.
Nú berst íslenska þjóðin fyrir fjárhagslegum tilverurétti sínum og verður að afla allra þeirra tekna sem mögulegar eru, til þess að drukkna ekki í brimróti skulda og atvinnuleysis. Hvalveiðar okkar eru sjálfbærar, mjög atvinnuskapandi, tekjurnar verulegar og þær stuðla að jafnvægi í sjávarlífi umhverfis landið. Þær eru studdar af vísindamönnum okkar á Hafró og vísindamönnum Alþjóða hvalveiðiráðsins sem viðurkenna, að veiðar okkar séu sjálfbærar. Þá er góður markaður fyrir kjötið. Hvalaskoðun og veiðar fara vel saman og skapa sameiginlega mörg hundruð störf og dýrmætan gjaldeyri. Reynsla Norðmanna af veiðum og skoðun hvala, sannar þetta allra best.
Það er því ömurlegt til þess að vita, að ný ríkisstjórn Íslands, hafi í huga, að reyna að breyta ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um að halda nú áfram, sjálfbærum hvalveiðum á Íslandsmiðum. Glæpamaðurinn sem sökkti hvalbátum okkar í Reykjavíkurhöfn og siglir um heimshöfin undir sjóræningjafána, virðist eiga tryggan stuðning Steingríms J.Sigfússonar og co. í hinni nýju ríkisstjórn Íslands.
Það er réttur okkar og nú um stundir lífsnauðsyn, að nýta til fulls, allar náttúruauðlindir okkar, til þess að halda uppi því velferðarsamfélagi sem við höfum byggt upp á síðustu áratugum.
Ef það verður afstaða Steingríms J. Sigfússonar, núverandi Sjávarútvegsráðherra, að styðja órökstuddar upphrópanir og skemmdarverk glæpamanna gegn heilögum rétti okkar til þess að lifa á gæðum þessa lands, lít ég á það sem landráð!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2009 | 14:26
Vitfyrring vinstri villu....
Nú sér fólk vel, hvers konar hræsni og dramb, einkennir öfga vinstri villunnar. Þegar þessi þjóð þarf á öllum mögulegum tækifærum til atvinnusköpunar að halda, leiðist öfgafólk til vinstri helst af ábyrgðarlausum atvinnumótmælendum gegn nýtingu náttúruauðlinda okkar. Hámarksnýting náttúruauðlinda okkar með sjálfbærni, studda vísindalegum rökum Hafró í huga, eru forsendur þess, að fyrrverandi sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerðina um veiðarnar.
Nú heyrist ekki hátt kallað eftir rökum vísindamanna, sem kallað var svo ákaft eftir, á meðan vísindaráð Alþjóða hvalveiðiráðsins setti sig upp á móti veiðum okkar. Nú hefur sú afstaða þeirra vísindamanna breyst!
Hvert einasta tækifæri til atvinnusköpunar og tekna fyrir þessa hnípnu þjóð í vanda, verður að nota.
Að mínu mati jaðrar þetta viðhorf nýrrar ríkisstjórnar við landráð.
200 störf slegin út af borðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2009 | 18:05
Hlutverk "nýju" bankanna
Góðar óskir um heilladrjúgt og árangursríkt starf fyrir land og þjóð, fylgja nýrri ríksistjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Nú verðum við Íslendingar að minna okkur á grunnreglur um rekstur banka. Það sem fyrst og fremst steypti bönkum hérlendis var það, að þeir höfðu ekki í heiðri það grundvallaratriði að bankar gera aðeins eitt: Lána peninga gegn vöxtum.....ekkert annað!
Fjárfestingaræðið, þ.e. að kaupa og selja hluti í fyrirtækjum og græðgin sem því fylgdi, var meinið sem að lokum varð til þess, að spilaborgin hrundi. M.a. keyptu bankarnir heilu blokkirnar á byggingarstigi, hækkuðu verð þeirra úr öllu hófi og lánuðu síðan fólki 100% fyrir þeim! Einnig voru hlutir keyptir í fyrirtækjum sem gátu náð skyndigróða, þau studd og fjármögnuð, en önnur fyrirtæki í samkeppni við þau sem bankarnir áttu, fengu ekki fyrirgreiðslu.
Nú verður að tryggja að fjárfestingabrjálæði bankanna, með eignarhaldi og yfirtöku á "lífvænlegum fyrirtækjum" haldi ekki áfram, nú á vegum ríkisins. Menn virðast ekki gera sér grein fyrir hættunni sem í þessu felst. Með þessu, fara bankarnir í samkeppni um eignarhald á fyrirtækjum. Bankarnir velja úr bestu bitana fyrir ríkið sem eignast svo fyrirtækin með eign hlutafjár í fyrirtækjunum, að hluta, eða öllu leiti. Þeir skekkja samkeppnishæfi á markaði, með því að neita öðrum en eigin fyrirtækjum um eðlilega fyrirgreiðslu.
Hver getur keppt við ríkið um eignarhald fyrirtækja, ef bönkunum verður heimilt að fara þessa leið? Hvernig á fyrirtæki í eigu einstaklinga sem er í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnugrein í eigu ríkisbanka, að lifa? Þetta gengur aldrei upp.
Bankar eru fjármálastofnanir. Þeir lána peninga gegn vöxtum. Þeir sem fá lánað, eiga að njóta jafnréttis við mat á lánshæfi. Bankar eiga að meta eignir og rekstur fyrirtækja og lána fé til þeirra sem treyst er. Ekkert annað!
Með innkomu banka/ríkisins sem hlutafjáreigenda á fyrirtækjamarkaði, skekkist leikurinn. Þau fyrirtæki sem bankarnir/ríkið eiga ekki í, verða undir, fá ekki rekstrarfé og fara á hausinn. Eftir stendur fyrirtækið sem bankinn/ríkið á og hirðir verkefnin og fjármagnið.
Það verður því að tryggja, að "Nýju bankarnir" fari ekki út á þessa braut, þannig að þeir verði látnir ákveða hvaða íslensk fyrirtæki lifa og hver deyja.Það verður að koma í veg fyrir, að fyrirtæki og atvinnuvegir landsins, verði "þjóðnýttir" á þennan hátt.
Til þess þarf nýja lagasetningu á Alþingi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.1.2010 kl. 04:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)