Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Gylfi..virtu lögin og dóm Hæstaréttar

Það er greinilegt, að ábyrgðarlausar yfirlýsingar Gylfa Magnússonar falla í mjög grýttan jarðveg.

Því í ósköpunum ætlar maðurinn ekki að hlýta dómi æðsta dómstól landsins?

Á meðan að þeir sem myntkörfulánin hafa, þurftu að greiða tvö- til þrefaldan höfuðstól lána sinna, voru rök ráðherra fyrir því að gera ekkert í málinu, engin...........

Þá mátti hluti þjóðarinnar búa við það, að greiða miklu meira fyrir sín lán en aðrir.

Nú segir ráðherrann "að hluti þjóðarinnar geti ekki fengið betri kjör á lán sín en aðrir"!

Þessi talsmaður AGS á ekki marga stuðningsmenn við þessi arfaslöku rök sín.

Eru vextirnir sem samið var um á þessum lánum ólöglegir?   Held ekki!

Gjaldeyrisviðmiðið er hins vegar ólöglegt.

Myntkörfulántakendur hafa marg ofgreitt af lánum sínum, en fá nú smá leiðréttingu á óréttlætinu. 

Auðvitað eigum við að fara 100% eftir dómi Hæstaréttar.

 


mbl.is AGS hefur áhyggjur af bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband