Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Göng undir Fjarðarheiði

 Það ber að fagna framkominni þingsályktunartillögu fjögurra þingmanna, þeirra Arnbjargar Sveinsdóttur, Ólafar Nordal, Birkis J. Jónssonar og Einars Más Sigurðarsonar, um undirbúning að gerð jarðganga undir Fjarðarheiði sem tengir Egilsstaði og Þjóðveg 1 við Seyðisfjörð, einu vegtengingu Íslands við Evrópu. Almennt gera menn sér ekki grein fyrir því, að vegurinn um Fjarðarheiði er einn hæsti og hættulegasti fjallvegur landsins, nær upp í 630 metra hæð, í veðurfar sem á ekkert skylt við venjulegt veðurfar láglendis Íslands.

Margir sem leiðina þurfa að fara, hafa verulegar áhyggjur af færð og veðri á Fjarðarheiði. Þessi eini hluti TERN (Trans European Road Network), stofnvegakerfis Evrópusambandsins sem er tenging Austurlands/Íslands við Evrópu, hefur verið ófær vegna veðurs og snjóa, nokkuð oft að undanförnu. Slysahætta á Fjarðarheiði er mikil og í úttekt EuroRap (European Road Assessment Program) á heiðinni, er hún talin einn hættulegasti fjallvegur landsins.

Vegagerðin metur veginn færan, ef ruðningsbílar komast yfir Fjarðarheiði, þó svo, að engir aðrir bílar komist yfir heiðina. Fjarðarheiði er sem sagt sögð hafa verið fær, þrátt fyrir að hún hafi jafnvel verið ófær yfir 20 tíma þann sólarhringinn. Þetta er hrein fölsun staðreynda og ósómi af hendi vegagerðarinnar.

Þeir íbúar Seyðisfjarðar sem voru á fundi Samfylkingarinnar á Hótel Snæfelli í apríl árið 2006, rétt fyrir þingkosningarnar það ár, taka nú heilshugar undir svar Kristjáns Möller, er hann var inntur eftir því, hvort hann styddi áætlanir um jarðgöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar: " JÁ - JÁ - JÁ - JÁ - JÁ"......

Svo mörg voru þau orð núverandi samgönguráðherra!  Ætli Kristján sé maður orða sinna?

Fjarðarheiði ófær

Brýnt er, að tryggja tenginguna við Evrópu, með göngum undir Fjarðarheiði. Ljóst er, að ef Ísland hyggur á inngöngu í EB, verða stofnbrautir hérlendis, það er TERN vegir, að uppfylla staðla EB fyrir árið 2012.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband