Skjaldborg um skuldirnar!

Eitt helsta baráttumál núverandi ríkisstjórnarflokka fyrir síðustu kosningar,var að nú yrði að slá skjaldborg um heimilin og fyrirtæki landsins.

Skuldirnar(erlendu myntkörfulánin) hafa hækkað svo gífurlega, að ekkert annað en þrot blasir við fjölda heimila, ef ekkert verður að gert.

Nauðsyn þess, að afskrifa hækkanir sem urðu á myntkörfulánum frá áramótunum 2007/2008, vegna vitfirringar og skipulagðra árása bankanna á krónuna, er öllum ljós.

Krafan um að lán verði stillt á gengisvísitölu áramótanna 2007/2008 er eðlileg og sjálfsögð.

Ekkert fyrirtæki eða heimili stendur undir hækkun lánanna, nema kannski þau sem hafa framlegð dópinnflutnings af peningum sínum!

Ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar er hróplegt, næstum aumkunarvert.

Þær gífurlegu upphæðir sem ríkisstjórnin er nú tilbúin í að greiða til AGS og vegna Icesave, myndu koma heimilum og fyrirtækjum landsins yfir múr bankahrunsins og gera þeim kleift, að standa við framtíðarskuldbindingar sínar.

Það, að neita heimilum og fyrirtækjum um afskriftir lána, að kröfu AGS, jaðrar við landráð.

Það liggur fyrir, að ríkisstjórnin er tilbúin að eyða um 35.000.000.000 (þrjátíubogfimmþúsundmilljónum)árlega, eða um  5  jarðgöngum á ári næstu sjö árin, í vaxtagreiðslur vegna Icesave! Síðan hefjast svo endurgreiðslur og greiðsla enn meiri vaxta!

Þá eru eftir milljarðahundruðin sem lán AGS (sem ekki má nota), kosta okkur........

Miklu ódýrara er fyrir okkur Íslendinga, að skila AGS láninu og að fara dómstólaleiðina með Icesave. Við getum notað lítinn hluta þessara upphæða, til þess að standa undir afskriftum lána heimila og fyrirtækja.

Lánamarkaðir heimsins eru okkur hvort eð er, ansi dýrir, með eða án AGS peninganna og Icesave þrælkunarinnar. Við skulum því skila AGS nauðarfénu og láta Icesave fyrir dómstóla. Notum það fjármagn sem ætlað var í þessa þrælasamninga gömlu nýlenduveldanna til þess, að koma heimilum og fyrirtækjum landsins á koppinn aftur.

 Ansi er það merkilegt, hve ríkisstjórnin er viljug til þess, að henda tugþúsundum milljarða í útlendinga, á sama tíma og henni finnst sjálfsagt, að heimilum og fyrirtækjum landsins blæði út, vegna vaxtaokurs,höfuðstólshækkana lána og annarra skelfilegra afleiðinga græðgi og mannvonsku fyrrverandi eigenda og stjórnenda bankanna sem nú sitja á milljarðahundruðum og slá um sig í skattaskjólum Karabíska hafsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott kvöld; Magnús !

Þakka þér; þessa hnitmiðuðu, en stuttu grein, um þann raunveruleika, sem við okkur blasir, nú; um stundir.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 18:28

2 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Fín grein, hittir beint í mark.

Frosti Sigurjónsson, 16.8.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband