Gylfi..virtu lögin og dóm Hæstaréttar

Það er greinilegt, að ábyrgðarlausar yfirlýsingar Gylfa Magnússonar falla í mjög grýttan jarðveg.

Því í ósköpunum ætlar maðurinn ekki að hlýta dómi æðsta dómstól landsins?

Á meðan að þeir sem myntkörfulánin hafa, þurftu að greiða tvö- til þrefaldan höfuðstól lána sinna, voru rök ráðherra fyrir því að gera ekkert í málinu, engin...........

Þá mátti hluti þjóðarinnar búa við það, að greiða miklu meira fyrir sín lán en aðrir.

Nú segir ráðherrann "að hluti þjóðarinnar geti ekki fengið betri kjör á lán sín en aðrir"!

Þessi talsmaður AGS á ekki marga stuðningsmenn við þessi arfaslöku rök sín.

Eru vextirnir sem samið var um á þessum lánum ólöglegir?   Held ekki!

Gjaldeyrisviðmiðið er hins vegar ólöglegt.

Myntkörfulántakendur hafa marg ofgreitt af lánum sínum, en fá nú smá leiðréttingu á óréttlætinu. 

Auðvitað eigum við að fara 100% eftir dómi Hæstaréttar.

 


mbl.is AGS hefur áhyggjur af bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Borgþórsson

Sammála alla leið, og að auki held ég að samverkamenn Gylfa þurfi að fara að sýna ábyrgð og stoppa manninn af.... það getur ekki talist eðlilegt að sitjandi ráðherra sýni Hæstarétti slíka lítilsvirðingu, og það af þessari líka svakalegu hörku.... nýjar yfirlýsingar frá kallinum allan daginn og langt fram á kvöld ?

Baldur Borgþórsson, 25.6.2010 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband